28.1.2008 | 12:21
góðan dag i allan dag
- Hae ég horfði á spaugstofuna í endursýningu ömurlega hallærislegur þáttur og sérstaklega ósmekklegt hvernig þeir tóku sjúkdóm Ólafs fyrir annars veit ég ekkert hvaða sjúkdóm hann er með þvi hann talar alltaf eitthvað rósamál um þennan sjúkdóm sinn, getur verið að læknar séu með svona mikla fordóma ? Hann ætti að seigja meira frá þessu til að eyða fordómum sín vegna og annara en fordómar eru fáfræðsla ! En eitthvað eru sjálfstæðismenn að reyna að láta eins og það séu samfylkingarmenn og v grænir sem stjórni spaugstofunni en ég hélt að sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði ruv .Nóg um þetta ég fer til london á morgun að skoða föt það verðu gaman að seigja ykkur frá þvi helsta sem er að gerast i tískuheimum þegar ég kem til baka , verið góð við minni og meirimáttar ,Góðan dag í allan dag,kv.´JÓI
Athugasemdir
hæ elsku Jói minn er alveg sammála þér með spaugstofuna,þú ert svo duglegur að koma með skýr skilaboð gaman að lesa bloggið þitt ,en góða ferð á morgun sæti (þú ert sætur maður mundu það) hlakka til að hitta þig aftur þú ert bæði fyndinn og skemmtilegur strákur en aftur góða ferð og farðu vel með þig og mundu að gera ekkert sem ég mundi ekki gera kveðja vinkona þín Ólöf Jónsdóttir
lady, 28.1.2008 kl. 15:55
Já ég segi líka góða ferð Jói minn og segðu okkur svo allt um það nýjasta í tískunni þegar þú kemur til baka. Þú ert heppinn að þurfa ekki að velja á laugardagskvöldið hvort þú ætlar að horfa á Spaugstofuna eða ekki! Mundu það þegar þú situr einhvers staðar á huggulegum veitingastað í London að fullt af Íslendingum er þá að pína sig til að horfa á þennan hundleiðinlega þátt. Það er nefnilega þannig að einhvern veginn finnst fólki því bera einhver skylda til að horfa á Spaugstofuna í 20 ár. Hins vegar þekki ég ótrúlega marga sem segjast aldrei aftur ætla að horfa á þáttinn, þeim var svo ofboðið á laugardaginn. Mér finnst nú aðal vandamálið þeirra vera það að þeir eru bara steinhættir að vera fyndnir. Væri ekki bara viturlegra að reka þá alla og ráða bara Randver einan og láta hann sjá um þetta? Á kaupi allra hinna sko. Skemmtu þér vel í London, þú losnar við frostið sem er að koma hingað! :) knús frá Barnaby aðdáandanum.
Barnaby gellan (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.